Ein leið til útgáfu í opnum aðgangi er birting með grænu leiðinni (e. green open access). Handrit að grein er birt og gert aðgengilegt í varðveislusafni eins og Opnum vísindum, samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu ýmist óritrýnt handrit (Pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (Post-print/Accepted manuscript) sem tilbúið er til birtingar. Einstaka sinnum er hægt að birta endanlega útgáfu ef tímaritið er opið. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en er jafnframt aðgengileg í opnum aðgangi í varðveislusafninu. Stundum er birtingartöf á efni sé þessi leið farinn, en það er mismunandi eftir útgefendum (sjá nánar um birtingatafir)
Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingartöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá SherpaRomeo
Við hvetjum alla fræðimenn til að senda leyfilegar útgáfur greina sinna í Opin vísindi. Hér eru leiðbeiningar um skil í Opin vísindi