Í gagnagrunn leitir.is er búið að bæta við meira en 19 þúsund ritrýndum rafbókum hjá DOAB – Directory of Open Access Books í opnum aðgangi. Meðal útgefenda eru fræðafélög, háskólaútgáfur og viðurkenndir úgefendur vísindaefnis. Hægt er að hlaða niður einstökum bókaköflum eða rafbókinni í heild sinni.
Hlutverk DOAB, er að gera ritrýndar, akademískar rafbækur í opnum aðgangi sýnilegar og aðgengilegar. DOAB er á vegum OAPEN stofnunarinnar og er hýst í Landsbókasafninu í Hague. DOAB er styrkt af útgáfunum; BRILL, Springer Nature og De Gruyter en í gagnasafni DOAB eru rafbækur frá fleiri útgefendum og þar á meðal háskólaútgáfum og fræðafélögum. DOAB vann IFLA/Brill Open Access award 2015.