Birtingagjöld (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld þar sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti, og er þá viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímariti geta verið í lokuðum aðgangi (Hybrid Gold Access) eða í tímariti sem er allt í opnum aðgangi (Gold Open Access).
Flestir útgefendur leyfa birtingu handrita (preprint eða postprint) í varðveislusöfnum (sbr. Opin vísindi) en með mislöngum birtingatöfum.
Upplýsingar um útgáfustefnu einstakra tímarita, birtingatöf og hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum er hægt að nálgast hjá Jisc Open Policy Finder.