Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar

Þegar rannsakendur halda réttindum sínum á samþykktum handritum sínum, geta þeir og aðrir endurnýtt það efni svo sem til rannsókna, kennslu, í bókum, og á netinu. Þannig uppfylla þeir einnig kröfur styrkveitenda um opinn aðgang að efni sem til verður fyrir opinbert fé.

UKRN (The UK Reproducibility Network) hefur gefið út leiðbeiningar til að kynna rannsakendum allt um réttindi þeirra: Rights and Retention Strategy: a Primer from UKRN.

Stofnanir hafa margar hverjar sett upp áætlanir til stuðnings akademískum starfsmönnum sínum í þessum efnum og styrkveitendur eins og UKRI hafa í stefnu sinni klausu um réttindi höfunda en það er einmitt í brennidepli í þessum leiðbeiningum,  þ.e. hvernig höfundar geta haldið réttindum sínum og afhverju þeir ættu að gera það.

Höfundur leiðbeininganna, Stephen Eglen frá Cambridge, bendir á að það að höfundar haldi fullum réttindum sínum er mikilvæg nálgun sem þeir geta nýtt sér til að hafa full yfirráð  yfir rannsóknarafurð sinni.

Lestu leiðbeiningarnar hér.