Ráðstefna um opin vísindi

Samtökin Science Europe skipuleggja ráðstefnu um opin vísindi  18. – 19. október nk. Ráðstefnan er bæði staðbundin og í streymi frá Brussel.

Tímapunkturinn nú er mikilvægur: COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lagt áherslu á mikilvægi opinna rannsókna og samvinnu og nokkrar nýlegar skýrslur hafa knúið áfram innleiðingu stefnu um opin vísindi (Open science) og nauðsyn þess að ræða sameiginleg gildi, grundvallargildi og staðla. Þar á meðal er lokaskýrsla Open Science Policy Platform (2020) og Recommendation on Open Science (2021) UNESCO (2021) UNESCO.

Á ráðstefnunni verður veitt ítarlegt yfirlit yfir núverandi stefnumótun, umbætur á rannsóknarmati og fjárhagslegar ráðstafanir sem styðja við umskiptin yfir í opin vísindi. Horft verður fram á við og hugað að nýjum straumum.

      • Opin vísindi og samfélag – jöfnuður
      • Opinn aðgangur  að öllum tegundum rannsókna
      • Þróun rannsóknarmats og matsaðferða
      • Aðgangur að og notkun innviða í opnum rannsóknum
      • Opnar vísindastefnur

Markmiðið er að skýra sífellt flóknari umskipti og tengsl á milli verkefna  sem hafa áhrif á framtíð rannsóknar- og nýsköpunarlandslagsins. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á stefnumótun og leiðir og jarðvegurinn undirbúinn  fyrir hagnýtar, aðgerðamiðaðar umræður. Ráðstefnan verður ein af þeim fyrstu til að staðfesta og rannsaka jöfnuð sem lykilatriði  þegar fjallað er um opin vísindi.

Eins og áður er sagt verður ráðstefnan bæði staðbundin og í beinu streymi frá Brussel. Þátttakendum er boðið að taka þátt í allsherjarfundi og hliðarviðburðum á netinu. Upplýsingum um hvernig hægt er að tengjast ráðstefnunni verður deilt með þeim sem hafa skráð sig þegar nær dregur.

Um samtökin:
Science Europe eru samtök fulltrúa allra helstu opinberu stofnana Evrópu sem fjármagna eða framkvæma mikilvægar og tímamótamarkandi rannsóknir. Samtökin sameina sérfræðiþekkingu nokkurra stærstu og virtustu rannsóknarstofnana Evrópu og skoða sérstaklega hvernig framkvæma megi vísindarannsóknir til ávinnings fyrir samfélagið.