Vika opins aðgangs (Open Access Week) 21.-27. október

http://openaccessweek.org/

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur þátt í alþjóðlegri viku opins aðgangs sem haldin er nú í 12. skiptið vikuna 21.-27. október. Þemað í ár er „Open for whom? Equity in Open Knowledge“ eða „Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin“.
Tilgangur vikunnar er að efla umræðu og vitund um opinn aðgang (e. Open access) og tala fyrir að opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum verði sjálfgefin en ekki undantekning.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun að þessu tilefni deila fjölbreyttu fræðsluefni um opinn aðgang á heimasíðu sinni daglega þessa viku.