Þegar höfundur skrifar undir útgáfusamning við útgefanda vísindaefnis er hefðbundna leiðin sú að yfirleitt er klausa í samningnum þar sem höfundur afsalar sér að hluta eða öllu leyti höfundarrétti til útgefandans. Þetta gerir það að verkum að höfundur hefur ekki leyfi til að birta grein sína þar sem hann vill t.d. í varðveislusafni eða nota á heimasvæði námskeiðs í sinni eigin kennslu. SPARC (alþjóðleg samtök sem berjast fyrir opnari vísindum) gáfu nýlega út leiðbeiningar fyrir höfunda um réttindi sín og mikilvægi þess að afsala sér ekki höfundarrétti þegar skrifað er undir útgáfusamninga. Afskaplega mikilvægt tæki fyrir höfunda að hafa að leiðarljósi þegar gerðir eru útgáfusamningar og fyrir opnara aðgengi að vísindaefni.