Opinn aðgangur kemur í nokkrum mismunandi útgáfum og ber með sér mismikinn kostnað. Leiðirnar eru lokaður aðgangur, gullin opinn aðgangur, grænn aðgangur, demanta aðgangur og brúnn aðgangur. Efni sem er birt í lokuðum aðgangi má opna með því að velja grænu leiðina, vista forprent eða handrit greinar í varðveislusafni, en flestir útgefendur samþykkja þá aðferð.
Gullinn opinn aðgangur er sú aðferð sem flestir hagnaðardrifnir útgefendur vilja selja höfundum, en þar greiðir höfundur fyrir að grein hans sé gerð öllum aðgengileg. Þessi leið getur reynst kostnaðarsöm fyrir höfunda og vísindin, en umtalsvert hlutfall fjármagns sem hefur verið eyrnamerkt vísindastarfi er þess í stað notað til að greiða fyrir birtinguna.
Demanta opinn aðgangur er sú leið sem ætti að vera fyrsta val við birtingu fræðigreinar. Þá er útgáfan fjármögnuð á annan hátt, oft með styrkjum eða beint frá háskólum og ekki hagnaðardrifin. Höfundur þarf ekki að greiða fyrir opinn aðgang og lesendur þurfa ekki að greiða fyrir aðgang að rannsóknarniðurstöðunum. Hægt er að fletta upp tímaritum á doaj.org sem rukka ekki apc gjöld fyrir opinn aðgang.
Eftirfarandi eru tenglar á leiðbeiningar og hjálpartæki fyrir höfunda til að aðstoða þá við flest það sem að opnum aðgangi snýr: