Þýskaland hefur ekki samræmda stefnu um opinn aðgang á landsvísu, en OA menning er þar samt sem áður vel á veg komin. Mikið er um frumkvæði stofnana og samtaka sem sem styðja OA og þróun öflugra áætlana í þessum efnum.
Landið er leiðandi í alþjóðlegu samstarfi og samvinnu á milli stofnana. Nálgunin er í þá átt að nota tilmæli í stað tilskipana varðandi OA.
Þrátt fyrir að opinberar tilskipanir séu ekki til staðar hefur Þýskaland tekið virkan þátt í OA-hreyfingunni frá því snemma á 20. áratugnum, með ýmsum áföngum eins og stofnun Berlínaryfirlýsingarinnar (the Berlin Declaration on Open Access to Knowledge ) um opinn aðgang að þekkingu og frumkvæði háskólarektora 2014 að Project DEAL sem skyldi stuðla að samningum við útgefendur um landsaðgang.
Þýska ríkisstjórnin styður umbreytingu í OA á sjálfbæran og fjölbreyttan hátt og hvetur stofnanir og vísindamenn til að stunda OA á sinn hátt. Þess má geta að veruleg aukning hefur orðið varðandi birtingu rannsóknaniðurstaðna skv. gullnu OA leiðinni á sl. 10 árum og hefur fjöldi þeirra greina næstum fimmfaldast.
Framtíð opins aðgangs í Þýskalandi mun trúlega felast í því að reyna að viðhalda fjölbreytileika í hinu fræðilega útgáfulandslagi, leyfa sambandsríkjunum að þróa eigin leiðir og halda áfram að samræma vinnubrögð samtaka og stofnana varðandi markmið um opinn aðgang.
Samantekt úr greininni Open Access in Germany eftir Jack McKenna.