Spánverjar hafa gefið út stefnu sína um opin vísindi til næstu ára: National Strategy for Open Science (ENCA) 2023 – 2027. Áhersla er lögð á opinn aðgang að rannsóknaafurðum sem styrktar eru með opinberu fé, fjölbreyttar útgáfuaðferðir og óhagnaðardrifin módel varðandi tryggingu gæða.
Stefnan miðar að því að bæta gæði vísinda, gagnsæi og samanburðarnákvæmni. Hún er í samræmi við stefnu Evrópusambandsins um opnar rannsóknir og opin gögn.