Markmið opins aðgangs (Open access – OA) er að niðurstöður rannsókna sem fjármagnaðar eru af opinberu fé séu aðgengilegar á rafrænu formi með eins víðtækum og einföldum hætti og kostur er og nýtanlegar sem flestum án endurgjalds. Höfundar- eða birtingarréttur breytist ekki við útgáfu í opnum aðgangi. Opinn aðgangur stuðlar að því að efla vísinda- og fræðastarf en tilgangurinn er að hraða framþróun í vísindastarfi í allra þágu. Efni í opnum aðgangi er m.a. rannsóknarniðurstöður, rannsóknargögn, lýsigögn og stafræn framsetning texta og myndefnis (úr stefnu Landsbókasafns um opinn aðgang og opin vísindi)