cOAlition S hefur sett fram tillögu „Í átt að ábyrgri útgáfu“ sem miðar að því að efla ábyrga útgáfuhætti.
Haft var samráð við alþjóðlega hagsmunaaðila sem sýndi greinilega stuðning við „pre-print“ (í. forprent) og „open peer review“ (í. opna ritrýni). Það samráð leiddi einnig í ljós þörfina fyrir samþættingu þvert á útgáfuverklagið og sjálfbæra innviði. Tillagan er tækifæri fyrir bókasöfn, stofnanir, útgefendur og aðra til að virkja og styðja við nýstárlegar útgáfuaðferðir á næsstu árum.
Hægt er að nálgast tillöguna/skýrsluna hér: https://zenodo.org/records/14254275