Greinin Why Thousands of Studies May be in Copyright Limbo af vef Plagiarismtoday.com https://www.plagiarismtoday.com/ fjallar um mikilvægt efni varðandi skýringamyndir/teiknngar og höfundarétt/afnotaleyfi.
Sagt er frá birtingu rúmlega 9000 tímaritsgreina í opnum aðgangi sem innihéldu skýringamyndir sem mögulega eru birtar undir röngu afnotaleyfi. Myndir þessar voru búnar til með því að nota BioRender og virtust falla undir afnotaleyfið CC-BY eins og sjálfar greinarnar.
Þegar vísindamaður nokkur, Simon Dürr, leitaði til BioRender til að fá skýringu á afnotaleyfum áður en hann notaði myndirnar, kom í ljós að þær virtust ekki falla undir CC-BY leyfi og BioRenders gaf mjög loðna og óljósar skýringar. Sjálfur rekur Simon Dürr síðuna BioIcons með teikningum/myndum sem eru opnar og frjálst að nota þar sem ýmist er notast við CC0, CC-BY eða sk. MIT leyfi.
Þrátt fyrir að þessu vandamáli hafi verið flaggað við fræðilega útgefendur hafa aðgerðir verið í lágmarki. Rannsakendur hafa þar af leiðandi áhyggjur af höfundarréttarstefnu BioRender, og hafa sumir hverjir valið að skipta yfir í aðra valkosti. Sumir hafa valið að ráða teiknara á staðnum eða teikna sjálfir skýringamyndirnar til að tryggja að þeir hafi höfundarréttinn og geti deilt þeim að vild með öðrum vísindamönnum.