Eftirfarandi vefsíður eru sérlega mikilvæg hjálpartól fyrir þá sem vilja gera efni sitt aðgengilegt í opnum aðgangi:
-
- Directory of Open Access Journals (DOAJ) – Samskrá um tímarit í opnum aðgangi. Einn mikilvægasti miðillinn á netinu sem skráir og veitir aðgang að rafrænum ritrýndum hágæða tímaritum í opnum aðgangi. Vandaðir starfshættir og staðlar tryggja orðspor tímarita og eykur gildi þeirra. Öll þjónusta DOAJ er ókeypis, öll gögn gjaldfrjáls og í opnum aðgangi.
DOAJ er sjálfstæður aðili og rekstur vefsins byggir á styrkjum m. a. frá háskólum. Tímarit þurfa ekki að vera styrktaraðilar til að vera hluti af DOAJ. Sjá einnig grundvallarreglur DOAJ um gagnsæi, Principles of Transparency
Sum ágæt OA tímarit eru ekki enn skráð í DOAJ. En þau ætti tvímælalaust að hvetja til að sækja um skráningu.
- Directory of Open Access Journals (DOAJ) – Samskrá um tímarit í opnum aðgangi. Einn mikilvægasti miðillinn á netinu sem skráir og veitir aðgang að rafrænum ritrýndum hágæða tímaritum í opnum aðgangi. Vandaðir starfshættir og staðlar tryggja orðspor tímarita og eykur gildi þeirra. Öll þjónusta DOAJ er ókeypis, öll gögn gjaldfrjáls og í opnum aðgangi.
-
- Sherpa Romeo – Upplýsingavefur sem safnar saman og veitir upplýsingar um útgáfustefnu hvers útgefanda um heim allan varðandi opinn aðgang. Hægt er að fletta upp hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum. Hægt er að fletta upp eftir titli eða ISSN númer tímarits.
Farið er vandlega yfir sérhvern skráður útgefanda eða tímarit í Romeo og skoðað af sérfræðingateymi sem gefur upplýsingar um leyfi höfunda til að setja eigin greinar í varðveislusöfn sem og skilyrði varðandi höfundarétt sem varða höfunda í hverju einstöku tímariti.
Upplýsingar um stefnu tímarita sem veittar eru á vefnum þjóna fyrst og fremst fræðasamfélaginu. Síðan þjónustan var sett á laggirnar fyrir meira en 15 árum síðan hafa stefnur útgefenda og opinn aðgangur fræðasviða breyst mikið. Stefna um opin aðgang getur verið flókin og mismunandi eftir landfræðilegri staðsetningu, stofnun og mismunandi leiðum og lausnum til að opna aðgang. Allt hefur þetta áhrif á hvernig og hvar vísindamenn geta birt rannsóknir sínar. Romeo er starfrækt og styrkt af JISC, breskum samtökum (non-profit) sem tala fyrir mikilvægi og möguleikum stafrænnar tækni fyrir menntun og rannsóknir í Bretlandi.
- Sherpa Romeo – Upplýsingavefur sem safnar saman og veitir upplýsingar um útgáfustefnu hvers útgefanda um heim allan varðandi opinn aðgang. Hægt er að fletta upp hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum. Hægt er að fletta upp eftir titli eða ISSN númer tímarits.
-
- OpenDOAR – Alþjóðleg samskrá yfir varðveislusöfn í opnum aðgangi sem byggir á tilteknum gæðastöðlum.
Hægt er að leita og fletta í gegnum þúsundir varðveislusafna og sjá t.d. hvaðan þau koma, hugbúnaðinn sem að baki liggur og hvers konar efni er þar að finna. Varðveislusöfnin veita ókeypis opinn aðgang að fræðilegum rannsóknagögnum. Hvert varðveislusafn innan OpenDOAR hefur verið vandlega yfirfarið af ritnefnd okkar sem þýðir traustari þjónustu fyrir fræðasamfélagið.
Þjónustan er afrakstur samstarfsverkefnis háskólanna í Nottingham og Lund og er fjármögnuð af OSI, Jisc, SPARC Europe og CURL. - Journal Checker Tool
Það er cOAlition S sem heldur úti þessari síðu fyrir rannsakendur til að styðja þá við að finna leiðir sem samræmast Plan S til að birta greinar sínar. Tólið gerir höfundi kleift að slá inn nafn fjármögnunaraðila, stofnunar og tímarits sem hann ætlar að senda grein til og athuga hvort þessi samsetning fjármögnunaraðila, stofnunar og tímarits býður upp á leið til að uppfylla Plan S. Upplýsingar um cOalition S og Plan S. - Share Your Paper er gott hjálpartæki fyrir höfund útgefinnar greinar til að finna auðveldustu leiðina til að gera hana aðgengilega í opnum aðgangi.
- OpenDOAR – Alþjóðleg samskrá yfir varðveislusöfn í opnum aðgangi sem byggir á tilteknum gæðastöðlum.