EOSC

EOSC (The European Open Science Cloud)

EOSC – The European Open Science Cloud  var sett á laggirnar að frumkvæði  framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2015 en varð að formlegum samtökum árið 2020. Stefna þess er m.a. að þróa tæknilega innviði sem auðvelda framtíðarsýnina um opin vísindi og aðgang að gögnum. Innviðir eiga m.a. að tengja saman þjónustu sem veitt er af ýmsum aðilum, n.k. „system of systems“ nálgun. Meðlimir EOSC og áheyrnarfulltrúar eru nú orðnir um 200 talsins.

EOSC heldur úti vefgáttinni EOSC Portal sem veitir aðgang að upplýsingum og gögnum EOSC, stjórnun þess og þátttakendur, verkefnum, styrktaraðila auk upplýsinga um stefnu og þróun samtakanna. EOSC gáttin er inngangur að ýmsum þjónustuleiðum og úrræðum fyrir vísindamenn.

Í gáttinni er að finna kennsluefni og fræðslu um hvernig best megi nýta sér efni hennar.

EOSC og OpenAIRE eiga í samstarfi. Sjá nánar um OpenAire á íslensku.