Demanta opinn aðgangur

Framtíð fræðilegrar útgáfu?

Unesco og Evrópusambandið hafa undanfarin ár lagt einna mesta áherslu á að fræðileg útgáfa verði í demanta opnum aðgangi, módel þar sem hvorki höfundar né lesendur eru rukkaðir fyrir fræðiefnið. Má sjá þess skýr merki bæði í styrkjaskilyrðum stofnananna en einnig í þeirri innviðauppbyggingu sem sett hefur verið á stofn í evrópu (sjá t.d. DIAMAS verkefnið) og víðar. Ástæðan fyrir því að slík áhersla er lögð á demanta opinn aðgang umfram t.d. gullinn opinn aðgang er sú að með demanta opnum aðgangi má sem best tryggja að það fjármagn sem merkt er rannsóknum og vísindum fari í það en ekki í að greiða APC gjöld (Article Processing Charge) til þriðja aðila eða kaupa dýrar áskriftir að tímaritum til að öðlast aðgang að niðurstöðum rannsókna sem þegar voru styrktar af almenningi.

Ejournals.is

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn býður þjónustu við útgefendur íslenskra fræðirita sem birta greinar í demanta opnum aðgangi. 

Diamas

Evrópuverkefni sem er ætlað að styrkja innviði sem styðja við demanta opinn aðgang og samvinnu því tengdu.

DOAS

Staðall um útgáfu í demanta opnum aðgangi.

Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access

Samstarf Norðurlandanna um uppbyggingu innviða fyrir útgáfu fræðirita í demanta opnum aðgangi

PlanS

PlanS er áætlun alþjóðlegs bandalags rannsóknarsjóða og styrktaraðila (cOAlitions) um að útgefnar niðurstöður rannsókna sem styrktar eru með opinberu fé verði birtar í opnum aðgangi  án birtingartafa.

EDCH

European Diamond Capacity Hub er samstarfsnet sem er ætlað að koma á fót þjónustu fyrir þá sem gefa út í demanta opnum aðgangi