Framtíð fræðilegrar útgáfu?
Unesco og Evrópusambandið hafa undanfarin ár lagt einna mesta áherslu á að fræðileg útgáfa verði í demanta opnum aðgangi, módel þar sem hvorki höfundar né lesendur eru rukkaðir fyrir fræðiefnið. Má sjá þess skýr merki bæði í styrkjaskilyrðum stofnananna en einnig í þeirri innviðauppbyggingu sem sett hefur verið á stofn í evrópu (sjá t.d. DIAMAS verkefnið) og víðar. Ástæðan fyrir því að slík áhersla er lögð á demanta opinn aðgang umfram t.d. gullinn opinn aðgang er sú að með demanta opnum aðgangi má sem best tryggja að það fjármagn sem merkt er rannsóknum og vísindum fari í það en ekki í að greiða APC gjöld (Article Processing Charge) til þriðja aðila eða kaupa dýrar áskriftir að tímaritum til að öðlast aðgang að niðurstöðum rannsókna sem þegar voru styrktar af almenningi.