Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi

cOAlition-S fagnar tilmælum UNESCO – Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um opin vísindi frá því í nóvember 2021 sem fjallað var um hér.

cOAlition-S, alþjóðleg samtök rannsóknasjóða sem vinna að stefnumörkun um opin vísindi og opinn aðgang, hvetja í framhaldinu alla þá sem koma að útgáfu fræðilegs efnis til að vinna saman að:

  • sanngjörnu, hagkvæmu og fjölbreyttu rannsóknaumhverfi  þar sem opin og hröð miðlun er viðmiðið
  • aukinni virðingu fyrir höfundarétti vísindamanna
  • vistkerfi rannsóknainnviða og þjónustu sem byggir á opnum aðgangi og sem forðast ósanngjarnt, óréttlátt og rándýrt viðskiptamódel.

Lesa áfram „Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi“

cOAlition S samkomulagið

Þann 4. september var kynnt nýtt OA samkomulag, cOAlition S, sem opinberir rannsóknarsjóðir ellefu Evrópusambandsríkja eru aðilar að.  Í stuttu máli er markmið samkomulagsins að allt  vísindastarf sem styrkt er af rannsóknarsjóðunum verði skylt að birta í opnum aðgangi tafarlaust frá og með 1. Janúar 2020 án nokkurra gjald- eða aðgangshindrana.  Þetta þýðir að eins og staðan er í dag væri ekki hægt að birta afrakstur þessa vísindastarfs í  um 85% vísindatímarita þ.á.m. Nature og Science.  Þar sem þetta eru mjög stórir aðilar í Bretlandi, Frakklandi og fleiri löndum mun þetta án efa hafa gríðarleg áhrif á útgáfu vísindatímarita og gæti hreinlega gert út af við tímaritaáskriftarmódelið eins og það er núna.

Nánar má lesa um þetta í frétt frá Nature.

Gert er ráð fyrir að fleiri aðilar geti skrifað undir samkomulag cOAlition S í framtíðinni.