cOAlition-S fagnar tilmælum UNESCO – Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um opin vísindi frá því í nóvember 2021 sem fjallað var um hér.
cOAlition-S, alþjóðleg samtök rannsóknasjóða sem vinna að stefnumörkun um opin vísindi og opinn aðgang, hvetja í framhaldinu alla þá sem koma að útgáfu fræðilegs efnis til að vinna saman að:
- sanngjörnu, hagkvæmu og fjölbreyttu rannsóknaumhverfi þar sem opin og hröð miðlun er viðmiðið
- aukinni virðingu fyrir höfundarétti vísindamanna
- vistkerfi rannsóknainnviða og þjónustu sem byggir á opnum aðgangi og sem forðast ósanngjarnt, óréttlátt og rándýrt viðskiptamódel.
Lesa áfram „Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi“