Greinasafn fyrir flokkinn: Leitarvélar

Lifir Google Scholar af gervigreinarbyltinguna?

Can Google Scholar survive the AI revolution heitir grein úr Nature frá 19. nóvember 2024.

Nú, þegar Google Scholar fagnar 20 ára afmæli sínum, eru komnir til sögunnar keppinautar sem styðjast við gervigreind til að bæta leitarupplifun notenda – og sumir gera notendum kleift að hlaða niður gögnum. ChatGPT, OpenAlex, Semantic Scholar og Consensus eru dæmi um slíka keppinauta.

Meira um þetta í greininni Can Google Scholar survive the AI revolution..

Open Knowledge Maps

Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.

Open Knowledge Maps
Open Knowledge Maps – Open access AND impact.

Skoðið niðurstöður leitarinnar.