Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?

Barnalæknir spyr í tímaritinu Nature 2. september 2024:
How can I publish open access when I can’t afford the fees?

Mynd: By Damián Navas is licensed under CC BY-NC-ND 2.0

„Ég er barnalæknir í Suður-Afríku. Á síðasta ári var okkur samstarfsfólki mínu boðið að senda inn ritstjórnargrein í tímarit í læknisfræði. Okkur fannst að greinin, sem fjallaði um störf lækna við þröngar aðstæður, ætti að birta í opnum aðgangi þar sem hún veitir upplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn í Afríku sunnan Sahara þurfa að vita. Vandamálið er að birtingagjaldið fyrir að birta í opnum aðgangi í því tímariti er 1.000 Bandaríkjadalir, sem er meira en flestir læknar fá í laun á mánuði, til dæmis í Úganda. Nú erum við ekki viss um hvort við getum haldið áfram með greinina. Eru einhver úrræði eða fjármunir í boði fyrir höfunda í lágtekjulöndum til að standa straum af OA-birtingagjöldum?“

Þetta er auðvitað í hnotskurn vandamál sem margir vísindamenn standa frammi fyrir, bæði í lágtekjulöndum og víðar. Í greininni kemur fram að skv. rannsókn sem birt var 2023 er meðalkostnaður við að birta grein í opnum aðgangi um 1400 dollarar.

Nature hafði samband við þrjá rannsakendur sem veittu ráð í þessum efnum:

      • Athuga hvort meðhöfundar eigi kost á einhverjum styrkjum
      • Getur stofnunin/stofnanirnar þar sem höfundar starfa veitt aðstoð?
      • Geta félög/samtök vísindamanna hlaupið undir bagga?
      • Athuga Open Research Europe og SCOAP
      • Hafa samband við viðkomandi tímarit og spyrja hvort það geti veitt aðstoð eða sveigjanleika varðandi birtingagjöldin
      • Í greininni kom fram að Springer Nature útgáfan stendur fyrir átaki sem gerir höfundum frá yfir 70 lágtekjulöndum möguleika á að birta greinar sér að kostnaðarlausu
      • Sumir rannsakendur bíða þar til greinin nálgast útgáfu áður en þeir ræða um kostnaðarhliðina við ritstjórann. Oft fæst 10-20% afsláttur eða sveigjanleiki varðandi greiðslur.

Nánar um þetta í grein úr Nature 2. sept. 2024:
How can I publish open access when I can’t afford the fees?