Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur nú aftur tekið við vefnum openaccess.is/opinnadgangur.is og mun sjá um rekstur hans í framtíðinni. Vefnum er ætlað að vera upplýsingaveita um allt sem viðkemur opnum aðgangi bæði á Íslandi sem og erlendis. Ýmsar upplýsingar um opinn aðgang munu birtast á vefnum, sér í lagi um þróun mála erlendis, en ýmislegt er að gerast í málefnum opins aðgangs og útgáfumála um þessar mundir. Einnig eru á vefnum upplýsingar um tilurð og sögu opins aðgangs, útskýringar á hugtökum og tenglar á erlendar upplýsingasíður um opinn aðgang. Einnig hefur verið opnaður twitter aðgangurinn @openaccess_is s og hægt verður að fylgjast með fréttastreymi þaðan beint af forsíðu openaccess.is.