OA útgáfa fræðibóka

Fyrir þá útgefendur sem hug hafa á útgáfu fræðibóka í opnum aðgangi er forvitnilegt að lesa um reynslu Breta og þá braut sem þeir eru að feta sig eftir.

OAPEN Open Access Books Toolkit
Hér er fjallað um tiltekin efni sem tengjast fræðibókum í opnum aðgangi. Hver grein býður upp á stutta kynningu á tilteknum þætti bókaútgáfu í opnum aðgangi. Greinarnar innihalda síðan lista yfir heimildir sem vísað er í, bent er á fleiri heimildir og hægt er að smella á tengla sem veita skilgreiningar á lykilhugtökum.

Greinar á vefnum sem í boði eru:

      • Planning and Funding
      • Conduct Research
      • Consider Publishing Options
      • Write & submit manuscript
      • Peer review
      • Book contract and License
      • Book is published & disseminated
      • Research is reused

Open access books network
OABN er samstarfsnet og vettvangur fyrir lifandi umræður um bækur í opnum aðgangi. Hér eiga samskipti fræðimenn, útgefendur, upplýsingafræðingar og styrktaraðilar, ásamt öðrum þeim sem áhuga hafa á bókaútgáfu í opnum aðgangi. Hér má einnig finna aðgang að viðburðum og ýmsu gagnlegu efni sem styður við opinn aðgang að fræðibókum

OABN er einnig hagsmunahópur (SIG=Special interest group) innan OPERAS (Open Scholarly Communication in the European Research Area for Social Sciences and Humanities)

Nánar um fræðibækur í boði í opnum aðgangi