Útgáfa tímarita í ejournals.is

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn þjónustar útgefendur íslenskra fræðirita sem birta greinar í opnum aðgangi. Ritin birtast á ejournals.is sem er ætlað að verða safngátt fyrir íslensk fræðitímarit sem birtar eru í demanta opnum aðgangi. Í því felst að höfundar þurfa ekki að greiða fyrir birtingu greina sinna og lesendur þurfa ekki að greiða fyrir lestur greinarinnar. Tímaritin eru birt í open journal system (OJS) kerfinu sem samtökin Public Knowledge Project (PKP) sér um. OJS kerfið er sérhannað til að halda utan um ritrýni og auðveldar meðal annars skráningu tímarita í doaj.org. Það er notað víða um heim til að gefa út tímarit í opnum aðgangi. Lbs-hbs skráir greinar, gefur greinum doi númer og aðstoðar við uppsetningu tímaritsins. Ritstjórar og útgefendur ritrýndra tímarita sem vilja nýta kerfið til að gefa út rit í opnum aðgangi er bent á að hafa samband við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn til að fá upplýsingar um verð þjónustunnar.