Umbreytandi samningar

Í gildi eru samningar við útgefendurna Sage og Karger sem snúa að því að gera fræðimönnum kleyft að birta greinar sínar í opnum aðgangi í svokölluðum hybrid tímaritum (tímarit sem birta bæði greinar í opnum aðgangi og lokuðum aðgangi) gjaldlaust og í OA tímaritum með afslætti á birtingargjöldunum.

Birting í tímaritum frá Sage

Sage er útgefandi fræðiefnis sem gefur út tímarit og bækur á sviði félags-, hug-, heilbrigðis- og lífvísinda.

Samningurinn felur í sér að fram til 31. desember 2025 þurfa íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í sk. blönduðum  tímaritum (e. hybrid journals) Sage, ekki að greiða birtingagjöld. Ef ætlunin er að fá birtar greinar í tímaritum sem eru í opnum aðgangi samkvæmt Gylltu leiðinni (e. Gold Open Access) þá er hægt að fá 20% afslátt af birtingagjöldum (eða hærri afslátt sé hann í boði). Þetta á við í því tilfelli að handrit séu samþykkt til birtingar.

Höfundar sem að tengjast íslensku stofnunum og hafa vinnutengd tölvupóstföng eru gjaldgengir til að birta greinar í tímaritum í Premier 2019 tímaritapakka sem er í landsaðgangi.

Helstu atriði samningsins við Sage:

Höfundar greina sem birtast í opnum aðgangi geta vistað „post-print“ útgáfu í varðveislusafni – opinvisindi.is. Græna leiðin (e. Green Open Access).

Greinar í opnum aðgangi eru samkvæmt CC-BY birtingarleyfum. Sjálfgefin (e. by default) stilling við innsendingar greina í kerfum Sage er CC BY NC birtingarleyfi.

Höfundar halda höfundarétti sínum og framselja hann ekki til útgefenda (e. non-exlusive rights).

Umsjónarmaður Landsaðgangs mun staðfesta við útgefanda að höfundar tengist íslenskum stofnunum og eigi rétt á að fá birtingu á greinum í opnum aðgangi samkvæmt samningnum.


Birting í tímaritum frá Karger

Karger er útgefandi fræðiefnis sem sérhæfir sig í tímaritum innan læknisfræði.

Í gildi er landssamningur að tímaritum útgáfufyrirtækisins Karger sem sérhæfir sig í tímaritum innan læknisfræði. Samningurinn felur í sér að árið 2025-2027 geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

ATH: Þegar þú sendir inn handrit í tímarit frá Karger þarftu að gæta þess að nota íslenskt netfangi (endar á .is)

Innsend handrit geta verið af eftirfarandi tegund:

  • Original research articles
  • Review articles
  • Proceedings
  • Letters
  • Editorials

ATH: Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku)

Sjá lista yfir öll tímarit hjá Karger
https://www.karger.com/Journal/IndexListAZ

Samningur við Karger
Landssamningur við Karger.