Þann 9. nóvember 2017 undirritaði Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Expression of Interest in the Large-scale Implementation of Open Access to Scholarly Journals. Yfirlýsingin byggir á Berlínaryfirlýsingunni um opinn aðgang (2003), sem safnið undirritaði árið 2012, og tekur þannig undir að opinn aðgangur sé að rannsóknaniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé, auk þess sem menningarstofnanir veiti aðgang að gögnum sínum á netinu. Stefna safnsins um opinn aðgang og opin vísindi er frá 2016.