Birting í tímaritum frá Sage

Landssamningur við Sage

Í gildi er samningur um opinn aðgang (e. transformative agreement) að tímaritum útgáfufyrirtækisins Sage sem gefur út tímarit á sviði félags-, hug-, heilbrigðis- og lífvísinda.

Samningurinn felur í sér að fram til 31. desember 2025 þurfa íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í sk. blönduðum  tímaritum (e. hybrid journals) Sage, ekki að greiða birtingagjöld. Ef ætlunin er að fá birtar greinar í tímaritum sem eru í opnum aðgangi samkvæmt Gylltu leiðinni (e. Gold Open Access) þá er hægt að fá 20% afslátt af birtingagjöldum (eða hærri afslátt sé hann í boði). Þetta á við í því tilfelli að handrit séu samþykkt til birtingar.

Höfundar sem að tengjast íslensku stofnunum og hafa vinnutengd tölvupóstföng eru gjaldgengir til að birta greinar í tímaritum í Premier 2019 tímaritapakka sem er í landsaðgangi.

Helstu atriði samningsins við Sage:

      • Greinar í opnum aðgangi eru samkvæmt CC-BY birtingarleyfum. Sjálfgefin (e. by default) stilling við innsendingar greina í kerfum Sage er CC BY NC birtingarleyfi.
      • Höfundar halda höfundarétti sínum og framselja hann ekki til útgefenda (e. non-exlusive rights).
      • Umsjónarmaður Landsaðgangs mun staðfesta við útgefanda að höfundar tengist íslenskum stofnunum og eigi rétt á að fá birtingu á greinum í opnum aðgangi samkvæmt samningnum.
      • Höfundar greina sem birtast í opnum aðgangi geta vistað „post-print“ útgáfu í varðveislusafni – opinvisindi.is. Græna leiðin (e. Green Open Access).