Nordic Capacity Center for Diamond Open Access (NCCDiOA): Per Pippin Aspaas

Landsbókasafn Íslands - vika opins aðgangs
Open Access
Nordic Capacity Center for Diamond Open Access (NCCDiOA): Per Pippin Aspaas
Loading
/

Hluti 2 -Demanta opinn aðgangur í Noregi- viðtal við Per Pippin Aspaas

Í þessum þætti ræðum við við Per Pippin Aspaas, sem starfar við Universitetsbiblioteket i Tromsø og hefur lengi verið í fararbroddi í málefnum opinna vísinda og demanta opins aðgangs.
Per segir frá því starfi sem fer fram í Noregi við að efla útgáfu í demanta opnum aðgangi, hvernig útgáfuformið getur styrkt rannsóknir á litlum málsvæðum og samstarfi bókasafna og fræðasamfélagsins innan Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access (NCCDiOA).

Við tölum einnig um Muninn ráðstefnuna sem haldin er árlega í Tromsø fyrir fræðilega útgáfu og reynslu hans sem hlaðvarpsstjórnanda Open Science Talk, þar sem hann hefur tekið fjölmörg samtöl við sérfræðinga um opin vísindi, gagnsæi og framtíð fræðilegrar miðlunar.