Vika opins aðgangs – Dagur 4

Nú fer að líða á seinni hluta viku opins aðgangs og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 4 þar sem upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, Irma Hrönn Martinsdóttir, kemur í spjall og talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.

Þáttur 4. Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2021: Rannsóknargögn eru auðlind.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 3

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 3:

Þáttur 3. Áhrif Plan S á útgáfu og aðgang að rannsóknum
Viðmælendur eru Guðrún Þórðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, upplýsingafræðingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Bifröst sem töluðu um áhrif Plan S.

Við bendum einnig á íslenska þýðingu á „Áætlun S“ (e. Plan S) hér á vefnum, sem er áætlun frá cOALITON S, alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opin aðgang að vísindaefni eftir 1. janúar 2021. Þýðinguna gerði Þórný Hlynsdóttir upplýsingafræðingur.

Vika opins aðgangs – Dagur 2

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 2 og
grein Rósu Bjarnadóttur forstöðumann bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands: Enn eitt stefnulaust ár.

Þáttur 2. Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi
Viðmælandi er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tungu en hún var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.