Háskóli Íslands og Landsbókasafn efla opin vísindi

Nýr og endurskoðaður samstarfssamningur var undirritaður á milli Háskóla Íslands og Landbókasafns-Háskólabókasafns fyrir skömmu, sem varðaði m.a. opin vísindi og opinn aðgang:

„Meðal áhersluatriða er að efla samstarf samningsaðila, vinna að markmiðum stjórnvalda um opinn aðgang að rannsóknaritum og rannsóknagögnum og að safnið komi á fót rannsóknaþjónustu fyrir háskólasamfélagið, m.a. til að miðla upplýsingum um opin vísindi og auðvelda birtingar í opnum aðgangi. Þá er áhersla á að efla upplýsingalæsi meðal nemenda og bæta aðgengi að rafrænum safnkosti m.a. í kennslukerfi skólans.“

Nánar hér og hér.

Ráðstefnan Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl.

Open Science Conference logoRáðstefnan The Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl., var 9. alþjóðlega ráðstefnan af þessum toga á vegum the Leibniz Research Alliance Open Science.

Ráðstefnan er tileinkuð hreyfingunni um opin vísindi (e. open science) og er mikilvægur vettvangur fyrir rannsakendur, upplýsingafræðinga, sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila til að ræða þróun mála varðandi „opin vísindi“. Ráðstefnustjóri var Klaus Tochtermann prófessor, ZBW Leibniz Information Centre for Economics, Þýskalandi.

Hægt er að skoða allar upptökur af fyrirlestrum ráðstefnunnar.

Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022

Ráðstefnan Paris Open Science Conference  var haldin dagana 4. – 5. febrúar sl. Alls sóttu ráðstefnuna um 2000 manns en hún fór að þessu sinni alfarið fram á netinu.

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference (2)

Meðal fyrirlesara voru franskir ráðherrar, forsvarsmenn háskóla í Evrópu, embættismenn frá UNESCO, forsvarsmenn rannsóknastofnana og vísinda í Evrópu og margir fleiri.

Frédérique VIDAL, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar
Frédérique VIDAL setti ráðstefnuna, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar.

Ráðstefnan var yfirgripsmikil. Mikið var fjallað um mat á rannsóknum (e. research assessment) og sömuleiðis skjalið Paris Call on Research Assessment . Texti þess var unninn af nefnd Frakka um opin vísindi  og kynntur sérstaklega á ráðstefnunni.

Lesa áfram „Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022“