Það vekur óneitanlega athygli að ríkisstjórn Úkraínu hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun um opin vísindi og falið öllum sínum ráðuneytum að tryggja að henni sé framfylgt.
Þetta er metnaðarfull aðgerðaáætlun hjá stríðshrjáðu landi og full ástæða til að dást að framtakinu og óska þeim velfarnaðar.
Aðgerðaáætlunin felur í sér samþættingu opinna vísinda varðandi innlend vísindi, rannsóknir, menntun, tækni og nýsköpunarstefnu, stefnurog aðgerðaáætlanir fyrir árið 2024. Hún kveður á um að unnið sé í samstarfi við EOSC – European Open Science Cloud – og Horizon Europe.