Heilbrigðisstofnanir í USA breyta aðgangsstefnu að rannsóknaniðurstöðum

 

NIH – National Institutes of Health í Bandaríkjunum hefur gefið út nýja stefnu til að flýta fyrir aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af stofnunum þess.
Stefnan: https://www.nih.gov/about-nih/who-we-are/nih-director/statements/nih-issues-new-policy-speed-access-agency-funded-research-results

NIH hefur lengist barist fyrir því að gagnsæi einkenni rannsóknir sem styrktar eru af stofnunum þess og að aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sé gott. Í þeim tilgangi er komin út ný aðgangsstefna sem flýtir fyrir víðtækum aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af NIH.

Mikilvægasta breyting frá fyrri stefnu er afnám 12 mánaða aðgangstafar (e. Embargo) áður en handrit, sem fjármögnuð eru af hinu opinbera, eru gerð aðgengileg almenningi. Þessi stefna kemur til móts við minnisblað Hvíta hússins um vísinda- og tæknistefnu (OSTP) frá 2022 sem tryggir ókeypis, tafarlausan og sanngjarnan aðgang að rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé.

 

 

Er akademían að hindra framgang vísinda?

„Ég áttaði mig á því að við í akademíunni erum hluti af vandamálinu – og jafnvel einn stærsti þátturinn – sem takmarkar framgang vísinda. Vegna þess að eins og er, í besta falli, virka fræðimenn og fræðilegar rannsóknir eins og viðskipti/kapítalískt kerfi, þar sem það mikilvægasta er hagnaður útgefenda og orðstír vísindamanna.“

Afar áhugaverð grein eftir Nokuthula Mchunuis aðstoðarforstöðumann hjá National Research Foundation, Suður-Afríku. Hún vekur upp ýmsar og jafnvel óþægilegar spurningar!

Academia is Now an Obstacle to the Advancement of Science.

 

Í átt að opnari og sanngjarnari útgáfu í framtíðinni – cOAlition S

cOAlition S hefur sett fram tillögu „Í átt að ábyrgri útgáfu“ sem miðar að því að efla ábyrga útgáfuhætti.

Haft var samráð við alþjóðlega hagsmunaaðila sem sýndi greinilega stuðning við „pre-print“ (í. forprent) og „open peer review“ (í. opna ritrýni). Það samráð leiddi einnig í ljós þörfina fyrir samþættingu þvert á útgáfuverklagið og sjálfbæra innviði. Tillagan er tækifæri fyrir bókasöfn, stofnanir, útgefendur og aðra til að virkja og styðja við nýstárlegar útgáfuaðferðir á næsstu árum.

Hægt er að nálgast tillöguna/skýrsluna hér: https://zenodo.org/records/14254275