Fréttir

Viðburðir, ráðstefnur og fræðsla

Október, 2025


Hvað er opinn aðgangur?

Opinn aðgangur (e. open access – OA) er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu, svo sem ritum og gögnum. Útgefið efni er skilgreint í „opnum aðgangi“ þegar allir hafa hindrunarlausan aðgang að efninu án fjárhagslegra, lagalegra eða tæknilegra hindrana.