„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar

Kort af Evrópu: Hayden120MaGa, CC BY-SA 3.0 af vef Wikimedia Commons.

Áhrif opins aðgangs á þekkingu, ekki bara innan háskólastigsins heldur einnig hjá hinu opinbera og í stefnumótun stofnana, má í stórum dráttum þakka viðleitni tveggja hópa þ.e. upplýsingafræðinga og rannsakenda. Framganga þeirra í tengslum við opinn aðgang  (e. OA), opna menntun (e. OE) og opin vísindi (OS) hefur umbreytt kennslu rannsókna, framkvæmd þeirra og miðlun.

Um þetta má lesa nánar í  eftirfarandi könnunarrannsókn en pistill þessi er lauslega þýtt ágrip rannsóknarinnar:

Santos-Hermosa, G., & Atenas, J. (2022). Building capacities in open knowledge: Recommendations for library and information science professionals and schools. Frontiers in Education, 7 doi:10.3389/feduc.2022.866049
Lesa áfram „„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar“

BerlinUP – nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi

Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte BerlinUP –  Berlin Universities Publishing er nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi. Að útgáfunni stendur Bandalag háskóla í Berlín,  Berlin University Alliance. Bókasöfn eftirfarandi háskóla styðja framtakið:

    • Freie Universität Berlin
    • Humboldt Universität zu Berlin
    • Technische Universität Berlin
    • Charité – Universitätsmedizin Berlin.

Gefnar verða út bækur og tímarit frá háskólunum innan bandalagsins, en einnig er BerlinUP ráðgefandi um útgáfu í opnum aðgangi.

Mynd: Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte (CCM).
By Dirk1981 – Own work, CC BY-SA 4.0

Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn

Búið er að ljúka gerð samnings um endurbætur á rannsóknarmati en ferlið við þá vinnu hófst í janúar 2022. Þann 8. júlí sl. var síðan haldinn fundur hagsmunaaðila þar sem saman komu yfir 350 stofnanir frá rúmlega 40 löndum sem lýst höfðu áhuga á að taka þátt í ferlinu. Sjá lista. Háskóli Íslands er enn sem komið er eina íslenska stofnunin sem getið er um.

Þann 20. júlí 2022 sl. var lokaútgáfa samningsins kynnt og þar koma „opin vísindi“ vissulega við sögu.
Lesa áfram „Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn“