Alþjóðleg vika opins aðgangs 2023: 23. – 29. október nk.

Það verður mikið lagt í viku opins aðgangs að þessu sinni. Í ár ber vikan yfirskriftina Community over Commercialization.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang fékk styrk úr Bókasafnasjóði í byrjun sumars til að gera þessa viku veglega úr garði. Undirbúningur stendur yfir og verður alls boðið upp á fjórar vefkynningar með erlendum fyrirlesurum og eina vinnustofu (á staðnum og yfir netið). Þetta er kjörið tækifæri fyrir íslenska rannsakendur að setja sig enn betur inn í opinn aðgang/opin vísindi.

Meðal efnis:

      • Opinn aðgangur og birtingaleyfin frá Creative Commons
      • Opin vísindi/opinn aðgangur og stefnumótun
      • Opin gögn
      • Rannsóknamat (e. research assessment)

Vikan verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur.

Preprint (forprent) og ritrýni: Vefnámskeið á vegum OASPA

Þann 27. júlí 2023 var haldið vefnámskeið á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing Association) sem bar yfirskriftina Shaping the Future of Scholarly Communication: The Role of Preprint Peer Review. 

Það er ljóst að notkun á preprints (í. forprenti) hefur aukist gríðarlega nú á síðustu árum og nú eru komnir til sögunnar ýmsir þjónustuaðilar sem auðvelda höfundum aðgang að ritrýni á preprints ásamt annarri aðstoð við að koma niðurstöðum rannsókna eins fljótt á framfæri og unnt er. Þjónustumódelin eru mismunandi, oftast gjaldfrjáls enn sem komið er og byggja á styrkjum en í framtíðinni má vænta þess að einhver gjöld komi inn í myndina en þó tæpast varðandi höfunda.

Það er vel þess virði að horfa á upptöku frá þessu vefnámskeiði hér fyrir neðan:

Einnig má nálgast vefnámskeiðið á vef OASPA ásamt kynningarglærum þeirra aðila sem þátt tóku (þjónustuaðila) sem og yfirlit yfir spurningar námskeiðsgesta og svörin sem þeir fengu .

Útgáfa í opnum aðgangi: mismunandi viðskiptamódel

Myndbandið hér fyrir neðan kynnir mismunandi viðskiptamódel fyrir útgáfu í opnum aðgangi sem falla ekki undir það sem kallast „höfundurinn borgar módel“ (e. author-pays-model).

Myndbandið var framleitt af Leibniz Information Center for Science and Technology (TIB) árið 2023 og er hluti af  BMBF-styrktu verkefninu open-access.network í Þýskalandi. (BMBF = Bundesministerium für Bildung und Forschung).

Vídeóið var unnið af Helene Strauß, Jonas Hauss og Jesko Rücknagel í samvinnu við Florian Carlo Strauß.