Fyrirlestur 25. september 2023: Cost/Benefit of Open Access and Open Science

Þann 25. september verður fyrirlestur kl. 12 í Þjóðminjasafninu sem nefnist Cost/Benefit of Open Access and Open Science. 

Fyrirlesari er Bernd Pulverer, yfirmaður útgáfumála hjá EMBO (European Molecular Biology Organization) og aðalritstjóri EMBO Reports.

Bernd hefur verið leiðandi í umræðunni um Open Access og Open Science í Evrópu og tók m.a. þátt í DORA yfirlýsingunni og stofnaði útgáfuvettvanginn Life Science Alliance sem er ný leið til að birta vísindagreinar.

Í fyrirlestri sínum mun Bernd fjalla um það sem er að gerast í þessum málum.

 

LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna

LIBER (Ligue des Bibliothèques Européennes de Recherche – Association of European Research Libraries) hefur gefið út skýrslu um „Open Science services by Research Libraries – organisational perspectives.“

Mörg rannsóknarbókasöfn í Evrópu veita þjónustu á sviði opinna vísinda varðandi stjórnun rannsóknagagna (RDM – Research Data Management) og opins aðgangs (OA – Open Access). Hins vegar er talið að allt að helmingur evrópskra rannsóknabókasafna veiti aðeins takmarkaða þjónustu á þessum sviðum. Lesa áfram „LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna“

Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi

Hollendingar hafa gert marga góða hluti varðandi opin vísindi/opinn aðgang undanfarin ár og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim.

Þann 31. ágúst 2023 var haldið sk. Open Science Festival í Rotterdam sem nú er orðinn árviss viðburður. Hægt er að sjá og heyra upptöku frá opnun viðburðarins „Plenary Opening“ og  „Open Science Together and Plenary Closing“.

Við opnunina var m.a.  spurt „What are your main drivers to be involved in open science?“ Gestir svöruðu þessu á netinu. Hér má sjá dæmi um nokkur svör: Lesa áfram „Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi“