Bresk fræðafélög og útgáfa. Ný rannsókn

You don’t know what you’ve got till it’s gone: The changing landscape of UK learned society publishing

Ný rannsókn (preprint) á langsniðsgögnum frá 2015 – 2023 varðandi útgáfu 277 breskra fræðafélöga sýnir að útgáfulandslagið hefur breyst til muna.

Þar er bent á mikla fækkun félaga sem gefa út sjálf og sífellt flóknara landslag útgáfu og útvistunar henni tengdri. Samstarf við háskólaútgáfur hefur aukist og  einnig samstarf við aðrar óhagnaðardrifnar stofnanir. Öll nema stærstu bresku fræðafélögin hafa séð tekjur sínar af útgáfu minnka að raungildi síðan 2015.
Lesa áfram „Bresk fræðafélög og útgáfa. Ný rannsókn“

Higher Education for Good – Æðri menntun til góðs

Það er full ástæða til að vekja athygli á bókinni Higher Education for Good: Teaching and Learning Futures sem hægt er að nálgast í opnum aðgangi hjá OpenBook Publishers.

Bókin er afrakstur vinnu fræðimanna og fagfólks frá 17 löndum og úr mörgum fræðigreinum. Ritstjórar voru Laura Czerniewicz og Catherine Cronin.

Er einhver von um að hægt sé að byggja upp betri framtíð fyrir æðri menntun eftir margra ára óróleika og kreppuástand?  Bókin býður upp á margvísleg svör við þessum spurningum.

Háskólar, nemendur og fræðimenn eru hvattir til að kynna sér bókina.

Bill og Melinda Gates Foundation: Breytt stefna

Sjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation kynnti á dögunum nýja stefnu sína varðandi opinn aðgang. Stefnan byggir á þremur lykilatriðum:

      • Hætt verður að greiða APC gjöld (Article Processing Charges) við birtingu tímaritsgreina
      • Styrkþegum sjóðsins ber skylda til að birta vinnu sína sem forprent (preprints)
      • Sjóðurinn skuldbindur sig til að styðja opna vísindainnviði

Þessari stefnubreytingu er fagnað og hún endurspeglar vaxandi samstöðu innan fræðasamfélagsins.

Nánar hér: The Open Access rising tide: Gates Foundation ends support to Article Processing Charges.