Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi

Greinin Why Thousands of Studies May be in Copyright Limbo af vef Plagiarismtoday.com https://www.plagiarismtoday.com/ fjallar um mikilvægt efni varðandi skýringamyndir/teiknngar og höfundarétt/afnotaleyfi.

Sagt er frá birtingu rúmlega 9000 tímaritsgreina í opnum aðgangi sem innihéldu skýringamyndir sem mögulega eru birtar undir röngu afnotaleyfi. Myndir þessar voru búnar til með því að nota BioRender og virtust falla undir afnotaleyfið CC-BY eins og sjálfar greinarnar. Lesa áfram „Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi“

Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.

Áhrif COVID-19 á opin vísindi

Hvaða áhrif hafði COVID-19 heimsfaraldurinn á umræðuna um opin vísindi?

Um það fjallar greinin „The impact of COVID-19 on the debate on open science: a qualitative analysis of published materials from the period of the pandemic“ úr tímaritinu Humanities and Social Sciences Communications frá 2. október 2024. Höfundar eru Melanie Benson Marshall og fleiri. Greinin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi!

Rýnt er í alþjóðlega umræðu sem fram fór meðan á heimsfaraldrinum stóð. Notaðar eru eigindlegar aðferðir til að greina ýmsar tegundir efnis sem ritað var í faraldrinum á ensku, þýsku, portúgölsku og spænsku.

Niðurstöðurnar sýna að margir höfundar eru þeirrar skoðunar að reynslan af heimsfaraldrinum hafi styrkt rökin  fyrir opnum vísindum.