OA útgáfa fræðibóka

Þar sem útgáfustarfsemi er ólík milli fræðisviða háskólanna er mikilvægt að huga að því að fræðibækur má einnig gefa út í opnum aðgangi. Hugvísindi byggja sem dæmi mun meira á bókarútgáfu og kaflaskrifum í fræðibækur heldur en greinaskrifum fyrir tímarit. Birting bóka í opnum aðgangi er ekki mikil hér á landi, en við getum skoðað það sem t.d. Bretar eru að gera, sjá hér. Þá er aukning í útgáfu fræðibóka í demanta opnum aðgangi á norðurlöndunum og Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access (NCCDiOA) stendur fyrir ráðstefnu sem haldin verður í Danmörku árið 2027 þar sem fjallað verður um útgáfu fræðibóka í demanta opnum aðgangi.

Það hefur komið fyrir að fræðibækur séu birtar í Opnum vísindum – varðveislusafni háskólanna en þá er mikilvægt að huga að því hvernig afnotaleyfin eru skilgreind, svo tryggt sé að bækurnar séu í raun og veru í opnum aðgangi.

Fyrir þá útgefendur sem hafa hug á að skoða hvernig standa má að útgáfu rafbóka í opnum aðgangi má benda á að PKP (Public knowledge Project) er með frítt kerfi sambærilegt ojs, kerfinu sem kallast OMP eða Open monograph press sem býður upp á útgáfuvettvang fyrir bækur í opnum aðgangi eins og ojs kerfi þeirra gerir fyrir tímarit.