Gátlisti frá UNESCO fyrir útgefendur sem gefa út í opnum aðgangi.Gátlistinn er hluti af UNESCO Open Science Toolkit og hannaður til að styðja við innleiðingu tilmæla UNESCO um opin vísindi.
-
- Til þess að verða fullgilt OA tímarit þarf að uppfylla ýmis skilyrði, hér eru viðmiðunarreglur frá SPARC, PLOS og OASPA um hvernig best er hægt að gera tímarit opin: How Open Is It.
-
- Leiðbeiningar fyrir útgefendur frá DOAJ um hvernig á að gerast meðlimur og skrá tímarit í DOAJ (Directory of Open Access Journals).
Sjá einnig DOAJ indexing criteria and how to apply: A guide for OA journals.
- Leiðbeiningar fyrir útgefendur frá DOAJ um hvernig á að gerast meðlimur og skrá tímarit í DOAJ (Directory of Open Access Journals).
-
- Mælt er með því að útgefendur sæki um svokölluð DOI númer fyrir greinar sem þeir gefa út. DOI númer eru varanleg rafræn auðkennisnúmer fyrir tímaritsgreinar og annað sem gefið er út á rafrænu formi á internetinu. Með því að hengja DOI númer við greinar er varanleg og auðfinnanleg slóð á internetinu tryggð jafnvel þótt hefðbundin vefslóð breytist. Útgefendur fræðitímarita geta sótt um DOI númer fyrir greinar í tímaritum sínum í gegnum Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn með því að fylla út eyðublað. Mælst er til þess að útgefendur sæki um DOI númer rétt fyrir útgáfu nýs heftis. Ath. að allar upplýsingar um grein þurfa að liggja fyrir sem og tengill á hverja grein fyrir sig.Einnig er hægt að ganga í Open Access Scholarly Publishers Association og fá DOI númer í gegnum þau.
-
- Að auki er mælt með að setja Creative commons leyfi við greinar og tímarit.
-
- Sex íslensk tímarit eru nú þegar skráð í DOAJ: