Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.