#HvarerOAstefnan?

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands
Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum, 19. október 2020.

Nið­ur­stöður rann­sókna í íslenskum háskólum hafa gjarnan verið birtar í við­ur­kenndum fræði­ritum á við­kom­andi fræða­sviði. Höf­undur hefur þá ef til vill greitt útgef­anda fyrir birt­ing­una og síðan hefur not­and­inn þurft að kaupa aðgang að grein­inni með áskrift að tíma­rit­inu. Íslenskir háskólar eru áskrif­endur að fjölda fræði­tíma­rita og á Íslandi er Lands­að­gangur að raf­rænum áskriftum (hvar.is) sem veitir öllum sem tengj­ast net­inu með íslenskum net­veitum aðgang að tæp­lega 22 þús­und tíma­rits­grein­um. Íslenskur almenn­ingur hefur því góðan aðgang að raf­rænum tíma­rits­greinum en fyrir áskrift Lands­að­gangs greiða um 200 íslenskar stofn­anir og fyr­ir­tæki (t.d. háskól­ar, bóka­söfn og rann­sókn­ar­stofn­an­ir).

Aðgangur að þekk­ingu og nið­ur­stöðum rann­sókna er sem sagt tals­vert háður fjár­magn­i.

Í opnum aðgangi er gengið út frá því að almenn­ingur hafi aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna sem fjár­magn­aðar eru af hinu opin­bera án þess að tækni­vandi eða fjár­magns­skortur hafi áhrif á aðgang­inn, t.d. hátt áskrift­ar­gjald að tíma­riti eða gagna­safni sem veldur því að stofnun eða Lands­að­gangur kaupir þá ekki áskrift­ina. Íslensk lög (nr. 3/2003) kveða á um að birta skuli rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sem kost­aðar eru með opin­berum styrkjum í opnum aðgangi en enn vantar stefnu íslenskra stjórn­valda um opinn aðgang.

Verk­efn­is­hópur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur unnið til­lögur að stefnu um opinn aðgang. Þar er lagt til að fyrstu skrefin í átt að opnum aðgangi verði á grund­velli „grænu leið­ar­inn­ar“ en þá er vís­inda­grein birt sam­hliða í rit­rýndu tíma­riti og í raf­rænu varð­veislu­safni í opnum aðgangi. Jafn­framt er lagt til að lang­tíma­mark­mið fram til árs­ins 2025 verði að allt efni sem stefnan um opinn aðgang nær til birt­ist í tíma­ritum í opnum aðgangi skv. „gullnu leið­inni“ en þá þarf not­and­inn ekki að greiða fyrir aðgang en höf­und­ur­inn gæti hins vegar þurft að greiða útgef­anda tíma­rits­ins gjald (Art­icle Process­ing Charge) fyrir birt­ing­una í opnum aðgang­i. 

Framgangskerfi háskól­anna byggir að miklu leyti á því að rann­sak­end­ur/­kenn­arar birti rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sínar í við­ur­kenndum rit­rýndum tíma­ritum með háan áhrifa­stuðul (Jo­urnal Impact Fact­or). Þetta þýðir oft að höf­undur afsalar sér öllum rétt­indum til að ráð­stafa grein­inni og þarf líka að greiða útgef­and­anum fyrir birt­ingu grein­ar­inn­ar. Að þessu fram­gangs­kerfi þarf að huga við inn­leið­ingu á stefnu um opinn aðgang þannig að gildi rann­sókna verði metið í stað­inn fyrir að meta hvar nið­ur­stöð­urnar birt­ast. Þannig mætti hugsa sér að breyta fram­gangs­kerf­inu á þann hátt að höf­undar fái umbun fyrir að birta rann­sókn­ar­nið­ur­stöður í opnum aðgangi. Málið er þó ekki ein­falt þar sem horfa verður á það í alþjóð­legu sam­hengi því íslenskir háskólar og rann­sókn­ar­að­ilar eru iðu­lega í erlendu sam­starfi og til mik­ils að vinna að vekja athygli á íslenskum rann­sóknum á alþjóð­legum vett­vangi.

Í til­lögum verk­efn­is­hóps­ins er líka lögð til stefna um inn­leið­ingu með þátt­töku háskól­anna, rann­sókn­ar­stofn­ana, stjórna opin­berra rann­sókna­sjóða, Rannís og bóka­safna þar sem umgjörð birt­inga sé sam­ræmd. Þættir í  inn­leið­inga­stefn­unni eru m.a.:

    • Vís­inda- og tækni­ráð á að birta stefn­una á heima­síðu sinn­i. 
    • Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti á að gera stefn­una að hluta af vís­inda­stefnu sem birt er í fjár­mála­á­ætlun hvers árs sem og fylgj­ast með þróun á sviði opins aðgangs og rýna stefn­una á tveggja til þriggja ára fresti.
    • Háskólar og rann­sókn­ar­stofn­anir eiga að stuðla að því að höf­undar birti ekki í blönd­uðum tíma­ritum (e. hybrid journals), afsali sér ekki höf­und­ar­rétti til útgef­enda og setji opna leyf­is­skil­mála að verkum sín­um. Einnig skulu skól­arnir og stofn­an­irnar tryggja:
    • birt­ingu rann­sókn­ar­nið­ur­staðna í sam­ræmi við opin­bera stefn­u. 
    • aðgang að þjón­ustu við vís­inda­menn varð­andi birt­ingu í opnum aðgangi og umbuni fyrir slíka birt­ing­u. 
    • að áfram verði unnt að birta greinar á íslensku í íslenskum rit­rýndum tíma­ritum og gerðar verk­lags­reglur fyrir vís­inda­fólk um safn­vistun í varð­veislu­söfnin Opin vís­indi og Hirslu.
    • Bóka­söfn og Lands­að­gangur eiga að:
    • tryggja að í áskrift­ar­samn­ingum séu ákvæði um vistun rit­rýndra loka­hand­rita í varð­veislu­söfn­um.  
    • sam­eina Hirsl­una og Opin vís­indi í eitt varð­veislu­safn fyrir Ísland (Lands­bóka­safn og Lands­spít­ali)
    • veita sér­fræði­þjón­ustu við birt­ingu í opnum aðgangi og styðja við til­færslu íslenskra tíma­rita yfir í opinn aðgang.
    • breyta hlut­verki Lands­að­gangs að raf­rænum gagna­söfnum í sam­ræmi við stefnu um opinn aðgang til að kostn­aður vegna birt­inga í opnum aðgangi verði ekki við­bót við kostnað sem liggur í áskrift­um. Jafn­framt skal gætt að því að ekki sé verið að greiða tvisvar fyrir sömu birt­ingu vís­inda­greinar þ.e. bæði fyrir áskrift að tíma­riti og útgáfu greina úr því í opnum aðgangi.
    • stuðla að fræðslu um opinn aðgang.
    • Rannís og opin­berir rann­sókna­sjóðir eiga að fylgja því eftir að styrk­þegar birti nið­ur­stöður sínar í opnum aðgang­i. 

Gott og vel, nú er staðan þessi:

    • Sam­kvæmt 10. grein laga nr. 3/2003 um opin­beran stuðn­ing við vís­inda­rann­sóknir skulu rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sem kost­aðar eru með styrkjum úr opin­berum sjóðum birtar í opnum aðgangi og vera öllum aðgengi­leg­ar.
    • Búið er að vinna til­lögur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti að stefnu um opinn aðgang og þeim fylgir aðgerða­á­ætlun um inn­leið­ingu og við­auki með grófu kostn­að­ar­mat­i. 
    • Vís­inda- og tækni­ráð mun, sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun 2020-2021, leggja fram til­lögur á næsta ári um inn­leið­ingu opins aðgangs og greina hindr­anir og kostn­að. Í inn­leið­ing­ar­ferl­inu verði tekið til­lit til sjón­ar­miða um birt­inga­töf til að gera vís­inda­mönnum kleift að birta nið­ur­stöður sínar fyrst.
    • Íslenskir háskólar hafa verið að eða eru að móta eigin stefnur um opinn aðgang.
    • Lands­bóka­safn Íslands – Háskóla­bóka­safn hefur mótað stefnu um opinn aðgang.
    • Rannís hefur birt reglur um birt­ingu í opnum aðgangi á vef sín­um.
    • Háskóli Íslands hefur sent mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti umsögn um til­lögur ráðu­neyt­is­ins. Þar kemur fram að brýnt sé að fá sem fyrst stefnu stjórn­valda um opinn aðgang.

Þó háskólar og stofn­anir hafi sett sínar eigin stefnur í sam­ræmi við lög nr. 3/2003 vantar opin­bera stefnu ráðu­neyt­is­ins og inn­leið­ingu hennar fyrir stofn­an­irnar að vinna eft­ir. Það er þjóð­inni dýrt að bíða eftir sam­þykktri opin­berri stefnu um opinn aðgang að rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um. Vinna við und­ir­bún­ing og inn­leið­ingu stefn­unnar kostar sitt og á meðan þarf þjóðin að halda áfram að borga útgef­endum fyrir bæði birt­ingu greina og áskriftir að tíma­rit­un­um. 

Und­an­farið hafa Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá farið mik­inn á sam­fé­lags­miðlum og kraf­ist inn­leið­ingar nýrrar stjórn­ar­skrár með átaki þar sem þátt­tak­endur leita að nýrri stjórn­ar­skrá undir myllu­merk­inu #Hvar. Slíkt átak með myllu­merk­inu #Hvar­er­OA­stefnan mætti heim­færa upp á leit að stefnu stjórn­valda um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna og spyrja:

    • Hvar er stefna stjórn­valda um opinn aðgang? 
    • Þarf að bíða til a.m.k. árs­ins 2022 eftir að hægt verði að hefja inn­leið­ingu stefnu um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna?