Að nálgast eintak af *samþykktu handriti hjá útgefanda
Ef rannsóknaniðurstöður þínar hafa ekki birst í opnum aðgangi þá er græna leiðin góður kostur.
Græna leiðin
Grænn opinn aðgangur („græna leiðin“) þýðir að þú getur sent samþykkt handrit (e. Post-print, Accepted Manuscript) til bókasafnsins og við munum hlaða því upp í íslensku rannsóknagáttina IRIS. Handritið verður síðan opið í IRIS og varðveislusafninu Opin vísindi strax eða samkvæmt þeirri birtingatöf (e. embargo) sem útgefandi kann að fara fram á. Við hvetjum þig eindregið til að senda okkur samþykkt handrit á opinvisindi@landsbokasafn.is þar sem við munum skoða skilmála útgefanda varðandi birtingu og hlaða handritinu rétt upp í IRIS og Opin vísindi.
Með þessum hætti stuðlar þú að mun meiri dreifingu á rannsóknaniðurstöðum þínum og framfylgir jafnframt stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang.
Hvað er samþykkt handrit?
Samþykkt handrit er ritrýnt handrit rannsóknargreinar sem ekki er farið í endanlega uppsetningu. Þegar handritið er samþykkt eftir ritrýni, þá er nýjasta útgáfan þetta samþykkta handrit. Þetta getur mögulega verið Word skjal sem þú átt á tölvunni þinni.
Flest tímarit leyfa þér að hlaða upp fyrri útgáfu (dæmi: preprint, samþykkt handrit) af greininni þinni í varðveislusafn stofnunar þinnar. Hvar og hvenær hægt er að hlaða upp samþykktu handriti er yfirleitt hluti af stefnu útgefanda og kemur einnig fram í höfundarréttarsamningnum sem þú skrifaðir undir.
Hvernig er hægt að nálgast eintak af samþykktu handriti
(…ef þú finnur það ekki á tölvunni þinni)
-
-
- Hafðu samband við þann höfund sem annaðist bréfaskipti ( corresponding author), hann gæti hafa fengið samþykkt handrit frá útgefanda.
- Hafðu samband við meðhöfunda – einn eða fleiri meðhöfundar gætu hafa fengið samþykkt handrit frá útgefanda.
- Skráðu þig inn á skilakerfi tímaritsins – þ.e. kerfið sem þú notaðir til að senda inn upprunalega handritið. Það er kerfi sem gerir þér kleift að fylgjast með útgáfuferlinu frá skilum, ritrýni og samþykki fyrir lokaútgáfu. Úr þessu kerfi ættirðu að geta hlaðið niður samþykkta handritinu. Ef krafist er tilvísunarnúmers ætti höfundurinn sem annaðist bréfaskipti að hafa það.
- Hafðu beint samband við útgefandann – þú getur skrifað og óskað eftir afriti af samþykktu handriti.
-
Þegar þú hefur fundið samþykkta handritið skaltu senda það á opinvisindi@landsbokasafn.is og taka fram að það sé samþykkta handritið sem þú sendir.
Góð vinnuregla
Vinsamlega hafðu í huga að þú ættir að biðja um samþykkt handrit eins fljótt og hægt er þar sem útgefendur geyma slíkt handrit venjulega aðeins í 6 – 24 mánuði eftir útgáfu. Sem höfundur átt þú alltaf rétt á að fá samþykkt handrit strax, þrátt fyrir mögulega skilmála um birtingatöf áður en hægt er að birta það í IRIS – Opnum vísindum.
Ef þú tryggir almennt vistun samþykktra handrita, með skýru skráarnafni á tölvunni þinni eftir samþykkt, er auðvelt að finna það síðar.
*Athugaðu að það eru ýmis heiti notuð yfir samþykkt handrit á ensku, s.s. post-print, Accepted Manuscript (AM), Author Accepted Manuscript (AAM)
Heimildir:
Copenhagen University Library. (2022). How to obtain accepted manuscripts. https://kub.ku.dk/pdf/How_to_obtain_accepted_manuscripts_v1.pdf.
University of Southern Denmark. (2024). Quick guide to green open access.
https://sdunet.dk/-/media/files/bibliotek/pure/quick-guide-to-green-open-access.pdf