Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona Bókasafns Háskólans í Reykjavík
Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum, 22. október 2020

COVID hefur sett aðgengi að upp­lýs­ingum í nýtt ljós. Við erum mörg hér á Íslandi sem höfum náð okkur í smitrakn­ing­arappið og veitum þannig stjórn­völdum aðgang að per­sónu­upp­lýs­ingum um okkur sem við myndum undir venju­legum kring­um­stæðum ekki finna okkur knúin til að ger­a. 

Það er sjálf­bært fyrir okkur að veita aðgang að þessum upp­lýs­ingum því það veitir vatni á hringrás­ar­hag­kerfi [1] þess að finna sem fyrst bólu­efni gegn Covid-19 og útrýma þannig heims­far­aldr­in­um. 

Stjórn­völd og opin­berar stofn­anir víða um heim hafa líka lagst á eitt með að veita aðgang að töl­fræði­upp­lýs­ingum um gengi heims­far­ald­urs­ins svo vinna megi að því sam­eig­in­lega hags­muna­máli jarð­ar­búa að ná tökum á þess­ari skæðu veiru. Það er líka sjálf­bært og rök­rétt.  

Alþjóð­leg krafa um opinn aðgang 

Þegar ljóst var að Covid-19 far­ald­ur­inn myndi umturna öllu hefð­bundnu háskóla­starfi tóku sam­fé­lög háskóla­bóka­safna sig saman á alþjóða­vett­vangi og kröfð­ust þess að aðgangur yrði opn­aður að ann­ars kost­uðum upp­lýs­inga­veitum og rann­sóknar gagna­söfnum [2] svo nám, kennsla og rann­sóknir yrðu ekki heim­far­aldr­inum að bráð. 

Í fyrstu Covid-19 bylgj­unni sl. vor sáu flestir útgef­endur og eig­endur gagna­safna sér þann hag vænstan að opna fyrir aðgang að rann­sóknum sem bein­línis varða þekk­ingu á og þróun heims­far­ald­urs­ins enda meg­in­mark­miðið sammann­legt all­stað­ar: að flýta fyrir þróun bólu­efnis með öllum til­tækum ráðum [3]. En nú, þegar líður á þriðju bylgju far­ald­urs­ins sjáum við merki þess að útgef­endur ætla að loka aftur á þessar lífs­nauð­syn­legu upp­lýs­ingar [4]. Ótrú­legt en satt. 

Ósjálf­bær fjár­mögnun rann­sókna 

Háskóla­bóka­söfn um heim allan hafa bund­ist banda­lögum til að vinna gegn þeirri ósjálf­bæru þróun sem undið hefur upp á sig innan háskóla­sam­fé­laga und­an­farna ára­tugi [5]–[9] og veldur því að lang­flestar rann­sóknir sem að jafn­aði eru fjár­magn­aðar með almannafé enda sem læstar og lok­aðar greinar í virtum rann­sókn­ar­tíma­rit­um. Almenn­ing­ur, fræða­fólk og aðr­ir, sem í raun fjár­magna þessar rann­sókn­ir, getur því ekki lesið afurðir rann­sókn­anna nema greiða sér­stak­lega fyrir aðgang að þeim hjá útgef­endum fræða- og vís­inda­tíma­rita eða með því að fara í gegnum greiddan aðgang háskóla­bóka­safna ef því er að skipta. Almenn­ingur greiðir sem sagt tvisvar fyrir þessar rann­sóknir eins og kerfið er sett upp.

Háskólar greiða sem sagt þriðja aðila, útgef­end­um, fyrir birt­ingu og aðgang að sínum eigin rann­sóknum og fram­gangur akademísks starfs­fólks byggir jafn­vel á þessu ferli enda er ferlið hluti af gæða­kerfi háskóla. Það er ekki óal­gengt að birt­ing einnar greinar kosti um 2.500-3.000 doll­ara. 

Þetta hljómar vissu­lega ótrú­lega en svona hefur þetta verið í um sex­tíu ár [10] og ég hef skrifað um þetta áður [11]. Það má því segja að alþjóða­há­skóla­sam­fé­lagið allt sé í eins­konar gísl­ingu 60 ára gam­als kerf­is, sem útgáfu­mó­gúl­inn Robert Maxwell átti svo hug­mynd­ina að [11] flestum til mik­illar undr­un­ar. 

Hringrás­ar­hag­kerfi vís­inda og rann­sókna   

Ef allt væri með felldu væri þetta kerfi rök­rétt og sjálf­bært. Það ætti að vera mark­mið háskóla að breyta kerfum sínum þannig að fjár­mögnun rann­sókna skil­aði sér með sjálf­bær­ari hætti aftur út sam­fé­lag­ið. En það er því miður ekki raun­in. Ef við teiknum upp mynd af þessu kerfi gæti hún litið ein­hvern veg­inn svona út: 

Und­an­farin 30 ár hafa stjórn­völd í Evr­ópu og nýlega í Banda­ríkj­unum verið beitt þrýst­ingi af hags­muna­hópum vís­inda­fólks og háskóla­bóka­söfn­um, eins og þessi grein er til marks um, um að grípa í taumana á því ósjálf­bæra kerfi sem ein­kennir nú rann­sókn­ar­starf og fram­gangs­kerfi háskól­anna. Ef kerfi háskól­anna væru sjálf­bær gæti myndin litið ein­hvern veg­inn svona út: 

Heims­á­tak Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bær þró­una­mark­mið [12] hófst form­lega árið 2018 en þróun svo­kall­aðra hringrás­ar­hag­kerfa eru talin lyk­ill­inn að sjálf­bærri þróun í þeim 17 flokkum sem um ræðir en rann­sóknir liggja þar all­staðar til grund­vall­ar. Leit­ar­vélin Google Scholar finnur 17.400 rann­sóknir um sjálf­bæra þróun og hringrása­hag­kerfi síðan 2018. Það gera 5.800 rann­sóknir á ári eða næstum 16 rann­sóknir á dag sl. þrjú ár. Svo við setjum rann­sókn­ar­drif­kraft og -áhuga mann­fólks­ins í sam­heng­i. 

Hringrás­ar­hag­kerfi eru nú þau kerfi sem talin eru nauð­syn­leg fyrir afkomu jarðar en áður hafa sk. línu­leg hag­kerfi þar sem sóun er ráð­andi í ferl­inu verið algeng og má lík­lega rekja hnignun jarðar að miklu leyti til. 

Að hafa aðgang að upp­lýs­ingum sem auka þekk­ingu okkar til að gera sam­fé­lagið betra í dag en það var í gær er jú grunn­mark­mið háskóla sem vinna að því statt og stöðugt að rann­saka og bæta heim­inn. Þannig eru háskólar góð hug­mynd í sjálf­bæru þekk­ing­ar­sam­fé­lagi enda er það borg­ur­unum í hag að þekk­ingin verði meiri og betri með hverri kyn­slóð. 

Það má sjálf­sagt deila um hvort og þá hvernig Covid-19 stuðli að meiri sjálf­bærni jarð­ar­búa en kannski verður heims­far­aldur til þess að opinn aðgangur að rann­sóknum í almanna­þágu verði loks­ins að veru­leika – 60 árum síð­ar.

Heim­ild­ir:

[1] ‘Circular economy’, Wikipedia. https://en.wikipedi­a.org­/w/index.php?tit­le=Circul­ar_economy&oldid=979512789. (Sep. 2020)

[2] S­ara. Stef., ‘Op­inn aðgangur að rann­sóknum aldrei mik­il­væg­ari’, Bóka­safn – grein­ar. https://www.ru.is/­boka­safn/­grein­ar/ (Sep. 2020)

L. Bes­ançon o.fl., ‘Open Sci­ence Saves Lives: Les­sons from the COVID-19 Pandem­ic’, bioRx­iv, p. 2020.08.13.249847, Ág. 2020, doi: 10.1101/2020.08.13.249847.

[4] ‘Ja­son Schmitt á Twitt­er’, Twitt­er. https://twitt­er.com/ja­son_schmitt/sta­tu­s/1308792383413391360 (Okt. 2020).

[5] ‘LI­BER’, LIBER sam­tök evr­ópskra bóka­safna. htt­p://li­ber­e­urope.eu/ (Okt. 2020).

[6] ‘Open Access Week’. htt­p://openaccessweek.org/ (Okt, 2020).

[7] ‘Open Access – Um opinn aðgang á Ísland­i’. https://openaccess.is/ (Okt. 2020).

[8] ‘EU­A’. https://www.eu­a.eu/component/tags/tag/27-open-access.html  (Okt. 2020).

[9] ‘“Plan S” and “cOA­lition S” – Accel­er­at­ing the transition to full and immedi­ate Open Access to sci­entific publications’. https://www.coa­lition-s.org/ (Okt. 2020).

[10] S. Buranyi, ‘Is the stag­ger­ingly profita­ble business of sci­entific publ­is­hing bad for sci­ence?’, The Guar­di­an, Jun. 27, 2017.

[11] ‘Op­inn aðgangur að rann­sóknum er lyk­il­at­rið­i’, Stund­in. https://­stund­in.is/­grein/9807/ (Sep. 2020).

[12] ‘T­he17 Goals | Depart­ment of Economic and Social Affair­s’. https://sdgs.un.org­/­goals (Sep. 2020).