Alþjóðleg vika opins aðgangs 2025
20.-26. október
Yfirskrift vikunnar er Who Owns Our Knowledge? eða Hver á þekkinguna? þar sem fjallað er um eignarhald og aðgengi að þekkingu í nútímasamfélagi. Fjölbreytt dagskrá er í boði og einnig má fylgjast með áhugaverðri vefdagskrá erlendis frá.
Dagskrá viku opins aðgangs
20. – 26. október 2025
Hlaðvörp
Hlekkir á einstaka viðburði verða opnaðir 20. október
Að deila sköpun:
Opinn aðgangur og listrannsóknir
Fjallað er um opinn aðgang í tengslum við listir og listrannsóknir, rætt um tækifæri og áskoranir, höfundarétt, eignarhald á þekkingu, áhrif gervigreindar og Research Catalogue gagnagrunnurinn kynntur.
Viðmælendur Sigurborgar Brynju Ólafsdóttur hjá bókasafni LHÍ eru:
- Hulda Stefánsdóttir aðstoðarrektor rannsókna LHÍ,
- Sigmundur Páll Freysteinsson verkefnastjóri rannsókna LHÍ
- Gunndís Ýr Finnbogadóttir dósent við listkennsludeild LHÍ
Nordic Capacity Center for Diamond Open Access (NCCDiOA)
Fjallað er um samstarf Norðurlandanna á sviðið útgáfu í demanta opnum aðgangi. Rætt er um hvaða kostir og áskoranir felast í því að deila þekkingu milli nágrannaþjóðanna með það í huga að styðja við útgefendur sem velja þessa útgáfuleið og hugtakið demanta opinn aðgangur skilgreindur. Allir viðmælendur eru þátttakendur í samstarfsverkefni sem á að stuðla að innviðauppbyggingu fyrir útgáfu í demanta opnum aðgangi (Nordic Capacity Center for Diamond Open Access). Hlaðvarpið er í þremur þáttum.
Ef þið viljið fræðast meira um demanta opinn aðgang, eða taka þátt í uppbyggingu hans bendum við á eftirfarandi:
- Nordic Capacity Centre for Diamond Open Access
- EDCH – European Diamond Cpacity Hub
- DIAMAS project
- DOAS standard for Diamond OA publishing
- DIAMAS Forum
Viðmælendur Helga Sigurbjörnssonar hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni eru:
- Sofie Wennström hjá Háskólanum í Stokkhólmi
- Per Pippin Aspaas hjá Norges Artiske Universitetet – UiT
- Markku Roinila hjá Háskólabókasafninu í Helsinki
Viðtal við Sofie Wennström:
Viðtal við Per Pippin Aspaas:
Viðtal við Markku Roinila:
Næsta kynslóð rannsóknainnviða: Sönnunardrifin nálgun og ný aðferðafræði með Scite.ai
Spjallað yfir tebolla um gervigreind, sérstaklega Scite.ai sem nemendur og starfsmenn HA hafa aðgang að. Sagt verður frá hvers vegna Scite.ai varð fyrir valinu og hvernig innleiðingin gengur. Hvaða hlutverk bókasafnið hefur í ferlinu? Einnig verður rætt um hvað sönnunardrifin nálgun er og hvernig nemendur ættu að nota gervigreind. Gerir gervigreind námið erfiðara, ekki auðveldara? Siðast en ekki síst verður rætt um mikilvægi þess að hafa gagnrýna hugsun ávallt í fyrirrúmi.
Pia Viinikka hjá bókasafni HA ræðir við:
- Magnús Smári Smárason, verkefnastjóra gervigreindar, Háskólanum á Akureyri.
Hér er hlekkur í viðtal sem Magnús Smári tók fyrr á árinu við Sean Rife, meðstofnanda Scite.ai, um hlutverk gervigreindar í vísindum og menntun. Viðtalið er á ensku.
Open Access Publishing: Human Right versus Monetised Commodity
This podcast episode, produced for International Open Access Week, features a conversation between Ragna Björk Kristjánsdóttir, Library Director at Reykjavík University, and Professor Jack James, exploring the theme “Who owns our knowledge?” The discussion critically examines the evolution of academic publishing from its early ideals of freely shared knowledge to the current reality of monetised open-access systems dominated by commercial publishers. Professor James argues that the commodification of scholarly work—largely funded by taxpayers—has led to inflated costs, declining editorial standards, and widespread ethical concerns. He highlights the rise of predatory journals, paper mills, and the peer review crisis as symptoms of a broken system, and calls for coordinated national and international action to reclaim public ownership of academic knowledge.
Viðmælandi Rögnu Bjarkar hjá bókasafni HR er:
- Jack Earnest James, prófessor við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík
Before that James was Professor and Head of the School of Psychology, University of Galway, Ireland, and before that he was Professor and Head of the Department of Behavioural Health Sciences, La Trobe University, Melbourne, Australia. As an experienced educator, practitioner, and researcher, Professor James has become increasingly concerned about the demonstrably harmful effects monetised “open access” publishing is having on the integrity of knowledge creation and dissemination across all fields of scientific enquiry. Reflecting the scale of the problem, Professor James argues that the journal assets of the major commercial academic publishers worldwide must, as a matter of urgency, be reclaimed by non-profit scholarly and scientific communities and associations.
Málstofa
miðvikudaginn 22. október kl. 8-10
NDSN online seminar on current challenges for data stewardship in the Nordic countries
GAGNÍS ásamt norrænum samstarfsaðilum í norrænu tengslaneti gagnahirða, Nordic Data Stewardship (NDSN) standa fyrir rafrænu málþingi þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri sem gagnahirðar standa frammi fyrir á Norðurlöndum. Skráning á málþingið er hér. Einnig má skrá sig á póstlista Nordic Data Stewardship Network (NDSN) til að fá reglulegar upplýsingar um málefni sem tengjast gagnahirðingu.