- Gagnís – gagnaþjónusta og varðveislusafn fyrir rannsóknargögn á Íslandi. Samstarfsverkefni íslenskra háskóla og tekur við rannsóknagögnum til birtingar í opnum aðgangi, án endurgjalds og samkvæmt alþjóðlegum gæðaviðmiðum. GAGNÍS er viðurkenndur þjónustuaðili Samtaka evrópskra gagnavarðveislusafna í félagsvísindum (CESSDA-ERIC) á Íslandi og þangað er hægt að sækja ráðgjöf og þjónustu.
- Explore sem er leitarvél OpenAIRE, leitar í viðurkenndum varðveislu- og gagnasöfnum sem uppfylla gæðastaðla OpenAIRE og veitir nú aðgang að milljónum gagna í opnum aðgangi.
- EU Node er leitargátt EOSC sem tengir saman evrópskar gagnaveitur.
- Zenodo er varðveislusafn styrkt af European OpenAIRE, fyrir rannsóknargögn, greinar, hugbúnað og annað rannsóknartengt efni. Allt efni er í opnum aðgangi og fær DOI auðkenni.
- re3data (Registry of research data repositories) er alþjóðlegur gagnagrunnur og leitarvél fyrir varðveislusöfn með rannsóknargögn.
- CORE Discovery er leitarvél fyrir rannsóknargögn og sérhæfð í að finna greinar í opnum aðgangi, jafnvel þótt lokaútgáfa sé á bakvið gjaldvegg útgefanda. CORE leitar bæði í varðveislusöfnum og tímaritum.
- Mendeley Data Search er leitarvél fyrir rannsóknargögn og hluti af Mendeley Data þar sem vísindamenn geta vistað, deilt og birt rannsóknargögn.
Norrænt efni:
- Norsk varðveislusöfn á vef openscience.no