Að finna greinar í opnum aðgangi

  • Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
  • BASE: Ein stærsta leitarvél heims varðandi fræðlegt efni, leitar í yfir 11.000 varðveislusöfnum víðsvegar um heiminn. Opinn aðgangur að um 60% efnis
  • CORE: Leitar í yfir 308+ milljón greinum (frá varðveislusöfnum og tímaritum í opnum aðgangi eða „hybrid“.
  • DOAJ (Directory of Open Access Journals): Leit í greinum sem birtar eru í rúmlega 21.000 opnum tímaritum.
  • OAIster: Aðgangur að upplýsingum um fræðilegt rafrænt efni í opnum aðgangi frá rúmlega 2000 aðilum.
  • OATD (Open Access Theses and Dissertations):opinn aðgangur að ritgerðum og doktorsritgerðum frá yfir 1100 háskólum og rannsóknarstofnunum um allan heim.
  • Open Access Library: Yfir 5 milljónir vísindagreina í opnum aðgangi
  • OpenAIRE explore: Ein af stærstu leitarvélum heims varðandi fræðilegt efni í opnum aðgangi. Allt að 194 milljónir færslna
  • OpenAlex: Afar öflugt gagnasafn sem leitar í hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum og sýnir tengsl á milli tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda.
  • Open Knowledge Maps: Sjónræn leitarvél, leitar í BASE og PubMed. Lesa nánar
  • Open Research Europe: Leitar í vísindalegu efni sem hlotið hefur  styrki frá Evrópusambandinu, þ.e. Horizon 2020 eða Horizon Europe
  • Paperity: Sérstök opin leitarvél sem leitar í texta rúmlega 29.000 fræðirita í opnum aðgangi.
  • Zenodo: Varðveislusafn fræðilegs efnis á vegum OpenAIRE, rekið af CERN. Öll fræðasvið
  • Unpaywall er vafraviðbót sem hlaða má niður og vísar í löglegar, ókeypis útgáfur tiltekinna greina. Grænn lás birtist hægra megin á skjánum ef grein finnst ókeypis eftir öðrum leiðum.