Þann 4. september var kynnt nýtt OA samkomulag, cOAlition S, sem opinberir rannsóknarsjóðir ellefu Evrópusambandsríkja eru aðilar að. Í stuttu máli er markmið samkomulagsins að allt vísindastarf sem styrkt er af rannsóknarsjóðunum verði skylt að birta í opnum aðgangi tafarlaust frá og með 1. Janúar 2020 án nokkurra gjald- eða aðgangshindrana. Þetta þýðir að eins og staðan er í dag væri ekki hægt að birta afrakstur þessa vísindastarfs í um 85% vísindatímarita þ.á.m. Nature og Science. Þar sem þetta eru mjög stórir aðilar í Bretlandi, Frakklandi og fleiri löndum mun þetta án efa hafa gríðarleg áhrif á útgáfu vísindatímarita og gæti hreinlega gert út af við tímaritaáskriftarmódelið eins og það er núna.
Nánar má lesa um þetta í frétt frá Nature.
Gert er ráð fyrir að fleiri aðilar geti skrifað undir samkomulag cOAlition S í framtíðinni.