NIH – National Institutes of Health í Bandaríkjunum hefur gefið út nýja stefnu til að flýta fyrir aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af stofnunum þess.
Stefnan: https://www.nih.gov/about-nih/who-we-are/nih-director/statements/nih-issues-new-policy-speed-access-agency-funded-research-results
NIH hefur lengist barist fyrir því að gagnsæi einkenni rannsóknir sem styrktar eru af stofnunum þess og að aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sé gott. Í þeim tilgangi er komin út ný aðgangsstefna sem flýtir fyrir víðtækum aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af NIH.
Mikilvægasta breyting frá fyrri stefnu er afnám 12 mánaða aðgangstafar (e. Embargo) áður en handrit, sem fjármögnuð eru af hinu opinbera, eru gerð aðgengileg almenningi. Þessi stefna kemur til móts við minnisblað Hvíta hússins um vísinda- og tæknistefnu (OSTP) frá 2022 sem tryggir ókeypis, tafarlausan og sanngjarnan aðgang að rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé.