Höfundaréttur og afnotaleyfi

Það eru án efa margir sem átta sig ekki á ýmsu varðandi höfundarétt og hvernig hann virkar í samhengi við Creative Commons afnotaleyfi.

Bæklingurinn Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources er gefinn út af Rannsóknamiðstöð Hollands (NWO), samtökum háskóla í Hollandi (VSNU) , háskólabókasöfnum í Hollandi og Þjóðbókasafni Hollendinga. Þó að hann sé aðlagaður að þörfum Hollendinga, svarar hann á einfaldan hátt mýmörgum spurningum um höfundarétt og afnotaleyfi.

Dæmi:

      • Hver er munurinn á höfundaleyfi (e. copyright) og afnotaleyfi (e. Creative Commons)?
      • Hvað þarf að athuga varðandi höfundarétt í samningum við útgefendur?
      • Hvaða afnotaleyfi hentar best fyrir þitt verk?
      • Afhverju er hvatt til þess að nota afnotaleyfið CC-BY á verk í opnum aðgangi?
      • Hvernig á ég að gefa út með afnotaleyfi frá Creative Commons?
      • Hver á höfundarétt ef verk er gefið út með Creative Commons afnotaleyfi?
      • Ef ég gef út bók með CC-BY afnotaleyfi, má þá þýða hana án leyfis frá mér?

Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í bæklingum Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources.