Íslensk varðveislusöfn

Varðveislusafn - táknmyndHvað er varðveislusafn?

Rafrænt varðveislusafn er gagnagrunnur sem varðveitir fræðilegt efni í opnum aðgangi og til framtíðar. Í varðveislusöfnum eru gjarnan vistuð handrit að greinum; lokagerð handrits (pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (post-print) sem tilbúið er til birtingar, en einnig er stundum leyfilegt að vista útgefna grein (publisher’s version).  Upplýsingar um hvaða útgáfu greinar má vista í varðveislusöfnum má finna hjá Open policy finder (Jisc) , áður þekkt sem SherpaRomeo. Þar er hægt að leita að stefnum útgefenda um opinn aðgang og varðveislu. 

Tveir flokkar varðveislusafna

Varðveislusöfnum er hægt að skipta í tvo flokka, stofnanavarðveislusöfn (institutional repositories) og fagvarðveislusöfn (disciplinary- or subject repositories).

    • Stofnanavarðveislusöfn tengjast ákveðinni stofnun.
    • Fagvarðveislusöfn eru þvert á stofnanir en tengjast ákveðnu fræðasviði, t.d. Pubmed Central á sviði læknis- og lífvísinda
Varðveislusöfn á Íslandi