Hvað er varðveislusafn?
Rafrænt varðveislusafn er safn skjala eða vísindagreina í opnum aðgangi, þar er safnað saman ákveðnu rafrænu efni í opnum aðgangi og er vistunin varanleg. Í varðveislusöfn eru gjarnan vistuð handrit að greinum, lokagerð handrits (pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (post-print) sem tilbúið er til birtingar, en einnig er stundum leyfilegt að vista útgefna grein (publisher’s version). Upplýsingar um útgáfustefnu útgefanda og hvaða útgáfu greinar má vista í varðveislusöfnum má nálgast hjá SherpaRomeo (vefur sem safnar saman og greinir upplýsingar um stefnu útgefenda varðandi opinn aðgang).
Tveir flokkar varðveislusafna
Varðveislusöfnum er hægt að skipta í tvo flokka, stofnanavarðveislusöfn (institutional repositories) og fagvarðveislusöfn (disciplinary- or subject repositories).
-
- Stofnanavarðveislusöfn tengjast ákveðinni stofnun.
- Fagvarðveislusöfn eru þvert á stofnanir en tengjast ákveðnu fræðasviði, t.d. Pubmed Central á sviði læknis- og lífvísinda
Varðveislusöfn á Íslandi
-
- Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir útgefnar ritrýndar vísindagreinar og doktorsritgerðir (rekstraraðili: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn). Leiðbeiningar um skil í Opin vísindi
- Skemman er rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir grunn- og meistararitgerðir (rekstraraðili: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn). Leiðbeiningar um skil í Skemmuna
- Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir útgefnar ritrýndar vísindagreinar og doktorsritgerðir (rekstraraðili: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn). Leiðbeiningar um skil í Opin vísindi