Uppruni OA

Uppruna hugmyndarinnar um opinn aðgang (open access) má rekja til þriggja yfirlýsinga sem birtar voru í upphafi 21. aldarinnar. Í þessum þremur yfirlýsingum kemur í grunnatriðum fram það sama:

      • Aðgangur að vísindaefni eigi að vera opinn og án allra hindrana
      • Allir geti notað efnið svo lengi sem höfundar- og sæmdarréttur séu virtir

Búdapest yfirlýsingin (14. febrúar 2002)

Bethesda yfirlýsingin (11. apríl 2003)

Berlínar yfirlýsingin (22. október 2003)

Sú hefð hefur verið í gildi allt frá því að fyrstu vísindatímaritin komu út á 17. öld að vísindamenn hafa ekki fengið borgað fyrir vísindaleg skrif sín. Með gamla útgáfufyrirkomulaginu fyrir tíma internetsins var möguleikinn til almennrar víðtækrar dreifingar á vísindaþekkingu ekki fyrir hendi. En með tilkomu internetsins urðu til nýir möguleikar í miðlun þekkingar. Tækifæri var fyrir hendi að birta afrakstur vísindastarfs í opnum aðgangi á internetinu öllum til afnota og framdráttar.

Þrátt fyrir þetta eru enn miklar aðgangshömlur á útgefnu vísindaefni, oftast gjaldskyldar hömlur. Þessar yfirlýsingar voru upphafið að baráttunni fyrir opnum aðgangi að vísindaefni og fjölmargar stefnur um opinn aðgang hafa fylgt í kjölfarið.